Þriggja lita silkiprent verk prentuð með flurocent lit á 170 gr Munken pappír.
Verkin eru unnin á sama tíma og innsetnigin Sortatíra sem sýnd var í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins í febrúar og mars 2025.
20 einstök verk, númeruð og árituð á bakhlið
Stærð verka um 44 x 32 cm
20.000,-
35.000,- innrammað með glampafríu gleri.
Úr myrkrinu miðju koma djúpsjávarverur sálarinnar svamlandi til að heilsa okkur. Sumar náðu festu raunverunnar hér í Höggmyndagarðinum meðan aðrar leystust upp á ströndum vökunnar. Ósk fléttar saman ljósi og myrkri, leir, litum og gleri bæði í tvívídd og þrívídd og býður okkur að líta inn í landslag undirmeðvitundarinnar. Bylgjulengdir úr annarri vídd afhjúpa það sem áður var hulið og við skynjum bæði myrkrið og borgina á mörkum draums og vöku. Dýfðu þér.
From the centre of darkness hidden creatures of the soul float to greet us. Some reached the solidity of the material world here in the Garden whereas others dissolved on the beach of waking. Ósk braids light and darkness together as well as clay, colour and glass in 2, 3 dimensions and invites us to gaze into the landscape of the unconscious. Waves from another dimension reveal what used to be veiled and we experience both the darkness and the city at the border of consciousness. Dip in.