Nýlendugötu 17a í miðbæ Reykjavíkur
Verið hjartanlega velkomin/n á opnun þann 6 febrúar kl 17:00 í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu 17a, 101 Rvk.
Úr myrkrinu miðju koma djúpsjávarverur sálarinnar svamlandi til að heilsa okkur. Sumar náðu festu raunverunnar hér í Höggmyndagarðinum meðan aðrar leystust upp á ströndum vökunnar. Ósk fléttar saman ljósi og myrkri, leir, litum og gleri bæði í tvívídd og þrívídd og býður okkur að líta inn í landslag undirmeðvitundarinnar. Bylgjulengdir úr annarri vídd afhjúpa það sem áður var hulið og við skynjum bæði myrkrið og borgina á mörkum draums og vöku. Dýfðu þér.
From the centre of darkness hidden creatures of the soul float to greet us. Some reached the solidity of the material world here in the Garden whereas others dissolved on the beach of waking. Ósk braids light and darkness together as well as clay, colour and glass in 2, 3 < dimensions and invites us to gaze into the landscape of the unconscious. Waves from another dimension reveal what used to be veiled and we experience both the darkness and the city at the border of consciousness. Dip in.
ANNAR GARÐUR er 6 sýningar sería í Höggmyndagarðinum í Reykjavík sem nær yfir 12 mánaða tímabil. Hver sýning er í tvo mánuði í senn. Verkin á sýningunum fást við tengingar mannsins við “garðinn” á hugmyndafræðilegum sem og sögulegum skírskotum. Verkefnið er ætlað til að virkja rýmið þar sem garðurinn stendur við Nýlendugötuna í miðbæ Reykjavíkur. Garðar eru staðir sem fólk hittist á, viðburðastaðir, staðir fyrir ímyndunaraflið. Þetta eru græn rými sem eru sífellt að verða meira og meira mikilvægari fyrir andlega líðan í þjóðfélaginu. Það er því á ábyrgð okkar allra að skapa vettvang þar sem borgarbúar geta komið saman notið menningar og nándar við náungan.
ANOTHER GARDEN is a 6-show series in the Sculpture Garden in Reykjavík that covers a 12-month period. Each exhibition lasts two months at a time. The works in the exhibitions deal with man's connection to the "garden" with ideological as well as historical allusions. The project is intended to activate the space where the park stands at Nýlendugata in the center of Reykjavík. Gardens are places where people meet, places for events, places for the imagination. These are green spaces that are becoming more and more important for the mental well-being of society. It is therefore the responsibility of all of us to create a platform where citizens can come together to enjoy culture and intimacy with their neighbours.